- Advertisement -

Viðreisn segist ánægð í meirihlutanum

„Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi.“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar, segir flokk sinn hafa náð miklu fram á þeim stutta tíma sem liðinn er frá kosningum.

Hún skrifar blaðagrein þar sem segir t.d.:

„Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor varð okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf.“

Sem kunnugt er gekk Viðreisn til samstarfs við fyrri meirihluta, sem féll í kosningunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari,“ skrifar Þórdís Lóa.

„Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla“ skrifar hún.

Þórdís Lóa svarar þar með gagnrýnisröddum um fylgispekt Viðreisnar við þá flokka sem áður mynduðu meirihlutann sem féll.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: