- Advertisement -

230 Reykvíkingar borga meira en 100 þúsund krónur fyrir akstursþjónustu

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar:

Um 213 Reykvíkingar greiða meira en 100.000 krónur á ári í kostnað við almenningssamgöngur v. akstursþjónustu fatlaðs fólks.

Það er erfitt að átta sig á því afhverju fólk með fötlun getur ekki keypt niðurgreidd afsláttar- og tímabilskort í almenningssamgöngur, eins og á við um aðra notendur þjónustunnar. Í svarbréfi við fyrirspurn sósíalista um af hverju það sé ekki í boði fyrir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks að kaupa árskort og önnur tímabilskort fyrir þjónustuna, líkt og við á um notendur Strætó bs. kemur fram að notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks njóti þjónustu sem er sérhæfð. Akstursþjónusta fatlaðs fólks er hluti af almenningssamgöngum sveitarfélaganna og að mínu mati ættu því notendur að geta keypt tímabilskort. Sé litið til gjaldskrár Strætó bs. er verð fyrir almennt árskort 76.700 krónur. Verð fyrir árskort öryrkja og aldraðra er 23.200 krónur og nemakort fyrir 18 ára og eldri kostar 54.200 krónur á ári. Í svarbréfi má sjá að um 213 einstaklingar í Reykjavík greiða meira en 100.000 krónur á ári í kostnað við almenningssamgöngur.

Hér má lesa svarbréfið í heild sinni: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/svar_akstursthjonusta.pdf?fbclid=IwAR0r1GZxPLW4xICRYZih0aXJy0AEpG8DNvL_KlWtqcww8vqNy47XbiUv8tM


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: