- Advertisement -

Vilja ekki vinnumiðlun eftirlaunafólks

Þórhildur Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til að Reykjavík stofni vinnumiðlun eftirlaunafólks. Meirihlutaflokkarnir sögu nei en allur minnihlutinn sagði já.

„Um er að ræða hugmynd að sænskri fyrirmynd, þar sem eftirlaunafólk getur skráð sig og tekið að sér afmörkuð verkefni tímabundið,“ sagði Kolbrún.

„Sambærileg hugmynd er nú til skoðunar á Húsavík og hefur verið fjallað um verkefnið í tímariti Landssambands eldri borgara. Hugmyndin er að nýta þekkingu og verkkunnáttu eldri borgara og eftirlaunafólks og vinna í leiðinni gegn einmanaleika sem margir þeirra upplifa. Þótt fólk sé komið á ákveðinn aldur þýðir það ekki að það geti ekki gert gagn lengur. Aðstæður þessa hóps eru afar ólíkar. Stór hópur eftirlaunafólks hefur verið á vinnumarkaði á öllum sínum fullorðinsárum og hefur haft mikla ánægju af vinnunni enda er hún oft einnig áhugamál fólks. Allt samfélagið myndi stórgræða á að nýta þekkingu og kunnáttu eldra fólks eins lengi og fólk hefur vilja til að vinna,“ sagði Kolbrún en tillaga hennar fékk ekki framgang þar sem meirihlutinn er á móti málinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: