- Advertisement -

Vilja skattlagningu gegn offitu

- Íslendingar feitastir allra Norðurlandabúa. Við fitnum ört. Ekki síst börn en tæplega sextíu prósent þeirra neyta of mikils sykurs.

Nokkrir þingmenn Framsóknarflokks vilja sporna gegn neyslu sykraða gosdrykkja með skattagningu. Þingmennirnir segja að hver Íslendingur drekki 149 lítra af sykruðu gosi á ári, en Finnar hins vegar 45 lítra, að jafnaði. Þeir segja drykkina mun dýrari í Finnlandi en hér.

Óhófleg neysla á sykruðum drykkjum er vaxandi vandamál á Íslandi,“ segir í greinagerð tillögunnar. Og ekki bara það: „Ein algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla í heiminum eru langvinnir sjúkdómar. Orsök þeirra má rekja til óheilbrigðra lífshátta, svo sem reykinga, óholls mataræðis, ofneyslu áfengis og hreyfingarleysis. Á heimsvísu eru meira en 1,9 milljarðar fullorðinna í ofþyngd. Hlutfall offitu er hæst á Íslandi meðal Norðurlandaþjóðanna eða 21%. Offitu má að miklu leyti rekja til óhóflegrar sykurneyslu.

Í greinagerðinni segir einnig: „Æskilegt er að neysla á viðbættum sykri sé undir 10% af heildarorku dagsins. Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur aukið lýkur á sykursýki 2. Óhófleg neysla á sykruðum drykkjum er vaxandi vandamál á Íslandi.

Hér er hægt að lesa þingsályktunartillöguna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: