- Advertisement -

Vill afnema áminningarkerfi opinberra starfsmanna

Stjórnmál Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, mætti í þáttinn Bítið á Bylgjunni í morgun, til að ræða framúrkeyrslu einstakra ríkisstofnanna. Aðspurð sagðist Vigdís vilja afnema ámmingakerfi opinberra starfsmanna, en nú er ekki hægt að segja þeim upp störfum, nema að þeir hafi áður verið áminntir þrisvar fyrir sama brot í starfi. Þá fyrst sé hægt að segja þeim upp.

Vigdís sagðist vilja að sama gilti um opinberra starfsmenn, einkum forráðamenn ríkisstofnanna, og gerist á almennum vinnumarkaði, standist þeir ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra verði þeim einfaldlega vikið úr starfi. Til að það geti orðið þarf lagabreytingar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: