- Advertisement -

Vill banna rafhlaupahjól innan 18 ára

Kolbrún Baldursdóttir:

Það er ekki bara nóg að fagna þessum skemmtilega samgöngumáta heldur þarf að fræða um hvernig nota á þessi hjól rétt svo enginn hljóti skaða af.

Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins í borgarstjórn, vill að fólki yngra en átján ára verði óheimilt að fara um á rafhlaupahjólum, nái þau meira en 25 kílómetra hraða. Það eru strangari reglur en gildir um að aka bílum, en eins og við vitum má taka bílpróf sautján ára.

„Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að borgaryfirvöld beittu sér fyrir að 18 ára aldurstakmark yrði sett til að aka um á rafmagnshlaupahjólum sem náð geta meira en 25 km hraða. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að aldursmörk vegna léttra rafknúinna farartækja þurfi að skoða í samhengi við aldursmörk bílprófs. Það er ábyrgðarhluti að hunsa þessa tillögu nú þegar sprenging hefur orðið í tíðni alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum,“ segir í bókun Kolbrúnar í borgarráði.

„Reykjavíkurborg getur sent erindi til ríkisins og óskað eftir samvinnu um þessi mál hið snarasta. Reykjavíkurborg verður að gera allt sitt til að draga úr slysum og beita sér fyrir að hjólin séu notuð með ábyrgum og öruggum hætti. Fram undan er hálkutíð og í hálku eru rafhlaupahjólin hættuleg. Það er ekki bara nóg að fagna þessum skemmtilega samgöngumáta heldur þarf að fræða um hvernig nota á þessi hjól rétt svo enginn hljóti skaða af. Reykjavíkurborg getur beitt sér fyrir því að efla vakningu meðal foreldra og fræðslu til barna um notkun hjólanna og um hætturnar í umferðinni. Annað vandamál er að dæmi eru um að hlaupahjól fari hraðar en leyfilegt sé, það er á 25 km hraða og eru þar með ólögleg.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: