- Advertisement -

Vinstri stjórnin var í blóðugum niðurskurði

Alþingi „Það var nú bara þannig að farið var inn í grunnstoðir samfélagsins, þar skorið niður blóðugum niðurskurði, hvort sem það voru eldri borgarar, öryrkjar, heilbrigðiskerfið, vegakerfið eða menntakerfið, og svo lengi má telja. Svo er alltaf vísað til þess að hér hafi orðið fjármálahrun,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, í umræðu um fjáraukalög á Alþingi í dag.

Vigdís svaraði þar Oddnýju G. Harðarddóttur, sem benti á kjör aldraðra og öryrkja. „Það hefur verið gagnrýnt harkalega að hæstvirt ríkisstjórn vilji ekki beita sér fyrir því að bætur aldraðra og öryrkja hækki frá 1. maí eins og laun þeirra lægst launuðu, eins og samið var um í samningum á almennum markaði síðastliðið vor. Lægstu laun samkvæmt þeim samningum hækkuðu frá 1. maí um 10,9%. Krafan hefur verið að kjör eldri borgara og öryrkja fylgi þeirri hækkun frá 1. maí.“

Vigdís sagði að í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi ekki verið hikað við að færa peninga frá grunnstoðunum yfir til gæluverkefna. „Nefni ég þar til dæmis rándýra ESB-umsókn. Nefni ég þar til dæmis rándýrar tilraunir til þess að breyta stjórnarskrá. Nefni ég þar stöðugt fjáraustur inn í gjaldþrota bankakerfi eins og til dæmis SpKef, Byr, Sjóvá, Saga Capital og hvað eina. Það veltur á tugum milljarða sem fór út um gluggann á síðasta ári á meðan grunnstoðirnar voru skornar niður. Þetta er staðreyndin og það er mjög erfitt fyrir þessa sömu aðila að horfast í augu við það núna“

„Hér eiga sér stað yfirboð,“ sagði Vigdís; „…einsog í fjárlögum síðasta árs eftir að ég varð formaður fjárlaganefndar. Komið hefur skýrt fram hvað þessir hópar fá mikla hækkun og reiknað hefur verið upp til þess dags sem bæturnar verða útborgaðar með tilliti til afturvirkni. Þessir tveir hópar fá 9,7 prósent nú um áramótin.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: