- Advertisement -

Vissi Katrín um ákvörðun Bjarna?

„Það hefði hann átt að gera en mér leikur forvitni að vita hvað samráð hann átt við ríkisstjórn og ekki síst forsætisráðherra,“ sagði Logi Einarsson við Miðjuna þegar hann var svaraði hvort Bjarni Benediktsson hafi haft samráð við utanríkismálanefnd, en Logi er einn nefndarmanna þar.

„Mér leikur forvitni að vita hvað samráð hann átt við ríkisstjórn og ekki síst forsætisráðherra,“ sagði Logi.

En ert þú sammála því sem hann gerði?

„Það vinna 30.000 hjá UNWRA, þar af 13.000 innan Gaza.  Það eru mjög harkaleg viðbrögð, að refsa milljónum fólks í mikilli krísu og á barmi hungursneyðar, fyrir ásakana í garð 12 einstaklinga. Þannig að svarið er nei.“

Mun ákvörðun Bjarna hafa pólitískar afleiðingar?

„Það er í höndum VG og Framsóknar að svara því,“ sagði Logi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: