- Advertisement -

Yfirgengilegt rugl á Alþingi

Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis skrifar:

Upphlaup stjórnarandstöðunnar Alþingi eru yfirgengilega rugluð á köflum. Í gær fór ég í viðtal á Útvarpi Sögu um fréttir vikunnar ásamt Jóni Gunnarssyni og var ég vart snúinn til baka úr viðtalinu og niður á Austurvöll á ný, þegar ég varð þess var, að viðtalið olli gríðarlegu uppnámi.

Fyrirfram þá bjóst ég við að það væru orð þingmanns Sjálfstæðisflokksins í fyrrgreindum þætti sem gaf það í skyn að mögulega væri eitthvað hæft í landráðakæru á hendur ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Nei nei umræðan snérist um orð sem ég lét falla í auglýsingahléi við fyrrgreindan þingmann Jón Gunnarsson, um að mögulega yrði þinghaldi ekki lokið fyrr en í ágúst.

Af þessu tilefni hljóp slatti af þingmönnum stjórnarandstöðunnar upp í ræðupúlt þingsins sama dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gerðu alvarlega athugasemd við ummæli í viðtali sem þeir höfðu örugglega aldrei heyrt enda var ummælunum aldrei útvarpað. Ýmsir reyndu að gera sig breiða á minn kostnað með hálfgerðum uppnefnum og líkja mér reyndar einnig við þann ágæta mann Donald J. Trump.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Það var einsog við manninn mælt Morgunblaðið tók þetta endemis rugl upp í Staksteinum, þar sem miðillinn vitnaði í „viðtalið“ á Útvarpi Sögu til vitnis um taugatitring ríkisstjórnarinnar.

Þessi þvæla öll frá upphafi til enda er vart til þess að auka traust og trúverðugleika stjórnarandstöðunnar, en hér er viðtalið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: