- Advertisement -

Aðalvettvangur vændis og mansals

„Nú langar mig að spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvað hyggst ráðherrann gera?“ „Ég held að þar sé víða sé pottur brotinn en það eru engin áform af hálfu dómsmálaráðherra hvað skráninguna varðar.“

„Ég veit að sýslumaður hefur gert einhverja gangskör að því að reyna að fá fleiri af þessum fyrirtækjum skráð og einhverjir tugir hafa verið skráðir af þeim þremur þúsundum sem eru í Reykjavík einni. Þetta skráningarleysi verður til þess að engum opinberum gjöldum er skilað og það skekkir samkeppni við hótelhaldara sem standa í skilum. Það sem er líka alvarlegt er að á fundi sem var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur um daginn kom fram í máli lögreglufulltrúa sem var þar að lögreglan telur að Airbnb-húsnæði í Reykjavík sé einn aðalvettvangur vændis og mansals í Reykjavík,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins á Alþingi í gær.

„Ég verð í þessu samhengi öllu að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún hyggist gera gangskör að því að þessi starfsemi verði skráð þannig að hún verði örugg, skili opinberum gjöldum, verði ekki vettvangur glæpa og sé ekki í ólöglegri samkeppni eða samkeppni sem er skökk miðað við aðra sem eru í þessum geira. Ég lagði til á sínum tíma við hina ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem ég hef rætt þetta mál við að lögreglan fengi einfaldlega eitthvert dálítið fé til að banka upp á hjá þessum aðilum og krefja þá um skráningu. Ég er næstum viss um að það væri mjög fljótlegt að sópa þessu máli þannig upp,“ spurði hann Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.

„Nú langar mig að spyrja hæstvirtan ráðherra: Hvað hyggst ráðherrann gera?“

„Hváttvirur þingmaður telur þurfa að koma böndum yfir þessa starfsemi, svokallaða heimagistingu. Eins og önnur starfsemi er hún alveg örugglega ekki undanþegin þeirri gagnrýni sem hægt er að leggja fram hvað varðar allar skráningar eða skil á sköttum og öðru. Hún sætir hins vegar alveg nákvæmlega sama eftirliti og önnur starfsemi í landinu þegar kemur t.d. að eftirliti með greiðslu gjalda og skatta,“ sagði Sigríður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hún sagði einnig: „Ég held að það hafi tekist alveg prýðilega en eðli starfseminnar er hins vegar þannig, menn verða bara að horfast í augu við það, að það er erfitt að koma því við að allir séu skráðir á hverjum tíma. „Ég held að þar sé víða sé pottur brotinn en það eru engin áform af hálfu dómsmálaráðherra hvað skráninguna varðar.“

Þorsteinn var að fullu sáttur og sagði: „Það þarf liðsinni lögreglu við þetta eftirlit. Þó að nokkrir tugir af þessum einingum séu nú skráðar eru nokkrar þúsundir óskráðar og greiða ekki hér skatta og skyldur og eru núna gróðrarstía glæpastarfsemi.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: