- Advertisement -

Hildur afneitar stjórnarsáttmálanum

Hildur ber af sér sakir. Fréttin hefur verið uppærð.

Hildur Björnsdóttir, sem skipar 2. Sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur ekki mikið fyrir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttir.

Hildur var gestur í Harmageddon í morgun ásamt Dóru Björt, oddvita Pírata í borginni.

Snæbjörn Brynjarsson hlustaði og skrifaði eftirfarandi upp úr þættinum:

„Dóra: Það er rosalega erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum því maður getur ekki treyst því sem þeir segja.

Hildur: Vitleysa.

Dóra: Borgarlína er mikilvægt verkefni.

Hildur: Ríkisstjórnin ætlar ekki að koma nálægt henni.

Dóra: En stendur það ekki í ríkisstjórnarsáttmála ykkar við VG.

Hildur: Það eru engar tölur í honum. Svo við þurfum ekki að standa við neitt.“

Í stjórnarsáttmálanum segir: „ Áfram þarf að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og stutt verður við borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.“

Nú hefur Hildur tekið af skarið og sagt blákalt að hennar flokkur þurfi ekki að standa við það sem Bjarni Benediktsson skrifaði undir við stjórnarmyndinuna.

Hildur Björnsdóttir segir að ekki sé rétt eftir sér haft úr útvarpsþættinum Harmageddon, hvað varðar borgarlínuna og stjórnarsáttmálann. Hún segir því fyrirsögn fréttarinnar ekki vera rétta.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: