- Advertisement -

„Höfum sofið á verðinum“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist áhyggjufullur vegna jarðarkaupa útlendinga.

„Mér finnst þetta orðið töluvert áhyggjuefni því þróunin er svo hröð þessa dagana, ekki síst í mínu kjördæmi, norðausturkjördæmi. Þar hafa verið mjög umfansmikil jarðarkaup útlendinga, bæði einstaklinga og erlendra fyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður í samtali við Þorgeir Ástvaldsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Sigmundur Davíð sagði áhersluna vera á veiðiréttindi og hann sagði einnig að vatnsréttindi verði sífellt verðmætari. „Að vita ekki hver er eigandinn er er áhyggjuefni.“

Hann nefndi að peningalegir hagsmunir í eignarhaldi á jörðum, sem að ráða yfir auðlindum, séu verða jafnt og þétt verðmætari. „Við höfum sofið á verðinum hvað varðar þessa hagsmunagæslu.“ Og bætti við að við ættum að vera lengra komin með að setja reglur og takmarkanir um eignarhald á jörðum.

„Ef við missum tökin á hver á landið okkar þá mun það skapa gríðarleg stór vandamál og jafnvel tekjuskerðingu fyrir samfélögin til framtíðar. Það verður að haga eignarhaldi þannig að það styðji við byggðarlögin, halda byggð í landinu eins víða og kostur er og skapa verðmæti sem nýtast nærsamfélögunum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: