- Advertisement -

 Konan sem flokkurinn hafnaði

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, er í helgarviðtali Fréttablaðsins. Þorbjörg Helga var borgarfulltrúi um árabil. Hún sóttist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn hafnaði henni og flokksfélagar völdu þrjá karla í fyrstu sætin. Um þetta segir Þorbjörg Helga í viðtalinu.

„Það endaði þannig að ég tapaði fyrir strákunum. Ég varð í fjórða sæti á eftir Halldóri [Halldórssyni], Júlíusi [Vífli] og Kjartani [Magnússyni]. Þá sagði ég mig frá sætinu. Ég vissi að ég gæti ekki haldið áfram nema að vera ég sjálf og ég sá ekki að áherslur myndu breytast. Ég fann líka alveg að ég var sett til hliðar í flokknum. Ég hafði alls kyns frjálslyndari hugmyndir en flokkslínan var þá. Það var ekkert sérstaklega mikil eftirspurn eftir því í flokknum að hafa stórar hugmyndir um að bylta kerfinu,“ segir Þorbjörg og hlær – og tekur fram að ákvörðunin um að hætta hafi verið gæfuspor. „Ég er að gera svo ógeðslega skemmtilega hluti í dag.“

Úrslit prófkjörsins komu mörgum á óvart, hversu einlitt það var. Víst má telja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar með misst framtíðarleiðtoga í Reykjavík.

Um sjálfa sig í stjórnmálum segir hún:

„Ég var aldrei almennilegur stjórnmálamaður. Ég var svona „fagidjót“ í stjórnmálum. Ég hafði langmestan áhuga á menntamálum og var svo spennt að bylta ákveðnum hlutum, en komst ekkert áfram með það póli tískt. Þegar maður tekur afdráttarlausar línur hugmyndafræðilega, sem ég geri, er mjög líklegt að þú verðir ekki kosinn áfram. Það er gerð krafa í pólitík um að maður tali vel um allt og hugi að öllum málum. Svo má ekki styggja neinn. Ég upplifði að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkinn þannig, þótt ég hafi sterka taug þangað og mér hafi þótt gaman að starfa innan hans. En ég var líka með átta borgarstjóra á þremur kjörtímabilum. Þetta var eiginlega rosalegur tími, þegar maður lítur til baka.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: