- Advertisement -

Króna á móti krónu skerðingin á Alþingi

Halldóra Mogensen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um afnám krónu á móti krónu skerðingarinnar.

Alþingi ræðir í dag frumvarp um afnám krónu á móti skerðingunni.

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

„Króna á móti krónu skerðing er mjög hamlandi og leiðir til þess að margir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar hafa engan eða lítinn ávinning af atvinnuþátttöku. Núverandi fyrirkomulag gerir lítið úr vinnuframlagi fatlaðs fólks. Við lagabreytinguna myndast hvati til atvinnuþátttöku þeirra sem eiga rétt á þessari uppbót núna.“

Þar má einnig lesa hvernig eignir fólks eru teknar til ríkissjóðs: „Þá verður að nefna þann hluta örorkulífeyrisþega sem hefur náð að safna lífeyrisréttindum, en nýtur ekki ávinnings af þeim réttindum vegna krónu á móti krónu skerðingar. Þannig getur þessi breyting veitt þeim hópi mikilvæga kjarabót og aukið tiltrú á lífeyrissjóðskerfið. Þá skerða vextir og verðbætur á bankareikningum og aðrar fjármagnstekjur framfærsluuppbótina, krónu á móti krónu.“

„Það sama á við um aðrar tekjur, til að mynda mæðra- og feðralaun, dánarbætur og úttekt séreignasparnaðar. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum með að. Vert er að hafa í huga að allar tekjuskerðingar reiknast af tekjum fyrir skatt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: