- Advertisement -

Ráðalaus gegn fátækt

- ellefta ríkasta samfélag heims veit ekki hvernig á að bregðast við

Katrín Jakobsdóttir.

Katrín minnti á að á næsta ári hækka lægstu laun upp í 300 þúsund krónur á mánuði, „…kjarabætur sem náðust fram með talsverðu harðfylgi í síðustu kjaraviðræðum. Þeir sem þiggja örorkulaun fá u.þ.b. á bilinu 250–280 þúsund krónur á mánuði. Þær tekjur sem þeir hafa annars staðar frá, t.d. úr lífeyrissjóðum, skerða þau laun þannig að aldrei nást launin mikið upp fyrir 300 þúsundin frægu.“

Þarf meira til að lifa af

„Þegar við skoðum hin opinberu neysluviðmið velferðarráðuneytisins,“ sagði Katrín, „…sést auðvitað svart á hvítu að fólk með börn til að mynda þarf meira en þessar 300 þúsund krónur til að lifa af í samfélaginu. Heilbrigðisþjónusta hér kostar meira en í nágrannalöndum. Greiðsluþátttaka sjúklinga er meiri. Menntunin er ekki ókeypis, hvort sem við horfum á frístundastarfið, skólamáltíðirnar eða hvað það er. Við eigum í gríðarlegum húsnæðisvanda, leiguverð himinhátt, erfitt að komast inn á eignamarkað, þeir sem eiga í mestum vanda eru sérstaklega þeir sem eru einstæðingar eða einstæðir foreldrar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er skömm

„Þetta eru stórir hópar fólks sem ná aldrei endum saman og við, í ellefta ríkasta samfélagi heims, erum ekki með lausn á því hvernig við ætlum að leysa þetta viðfangsefni, hvernig við ætlum að tryggja það að hér í þessu ríka og góða landi geti allir lifað með reisn og fólk þurfi ekki að skammast sín. Ég sat á fundi í gærkvöldi með fólki sem er fátækt og það sagði: Það versta er skömmin yfir því að vera fátækur sem er ekki hlutskipti sem nokkur maður velur sér. Ég hefði viljað óska að þessi sérstaka umræða hefði komist á dagskrá. Þetta er svo sannarlega viðfangsefni sem Alþingi á að láta til sín taka því að þetta er skömm,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: