- Advertisement -

Steingrímur þagði um Piu

Jón Þór Ólafsson, einn af varaforsetum Alþingis, kallar eftir öllum fundargerðum forsætisnefndar vegna málsins.

Fréttin frá því í apríl. Síðasta setningin er um komu og ræðu Piu Kjærsgaard.

Jón Þór Ólafsson Pírati, sem er einn af varaforsetum Alþingis, upplýsir um að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafi boðið Piu Kjærsgaard, til Þingvallarfundarins í apríl en ekki greint frá fulltrúum þingflokkanna frá því fyrr en rétt fyrir fund dagsins í dag.

„Venjan er að upplýsa forsætisnefnd formlega með góðum fyrirvara um gestakomur fulltrúa annarra ríkja, eins og gert var 19. janúar vegna heimsóknar sænska þingforsetans, en í þeirri fungargerð segir: „Lögð fram til kynningar drög að dagskrá heimsóknar forseta sænska þingsins til Íslands 31. janúar til 3. febr. nk.“ Þannig skrifar varaforsetinn Jón Þór.

Hann ætlar að kalla eftir skýrum svörum í forsætisnefnd.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég hef í dag leitað í öllum fundargerðum Forsætisnefndar Alþingis frá áramótum og Steingrímur J. sem forseti Alþingis virðist ekki hafa séð ástæðu til að upplýsa fulltrúa flokkanna í forsætisnefnd fyrr en í gær, degi fyrir hátíðarþingfundinn á Þingvöllum.

Steingrímur virðist bara hafa viljað ráða þessu sjálfur svo flokkarnir á Alþingi voru ekki upplýstir formlega fyrr en of seint var að afboða Piu,“ skrifar Jón Þór.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: