- Advertisement -

„Svona var sjálftakan grímulaus“

Björn Leví mjög gagnrýnin á eftirlaunalög Davíðs Oddssonar. Er ekki bjartsýnn að betra taki við þegar kjararáð verður aflagt.

„Svona var sjálftakan grímulaus, af blárri hendi þeirra sem þykjast vita mest og best um stöðugleika og aðhald í fjármálum. Því miður er ekki hægt að vinda ofan af þessum réttindum en maður myndi halda að svona sjálftaka væri ekki bara siðlaus heldur líka ólögleg. Þannig er ábyrgð þingsins, ekki bara lagasetning, heldur sannfæring. Var þetta sannfæring þeirra þingmanna sem samþykktu þetta? Myndu þeir gera þetta aftur?“

Þannig skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, eftir að hann las stundina og þar sem þetta er meðal annars að finna:

„Eftirlaunalögin svokölluðu voru umdeild þegar þau voru samþykkt árið 2003 þegar Davíð var forsætisráðherra. Þau voru afnumin árið 2009 í tíð stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Lögin náðu til forseta, ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara og varð þeim heimilt að fara á eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir höfðu langa starfsreynslu. Þá gátu eftirlaunaþegar þegið launin allt að fjögur ár aftur í tímann, ef þeir kusu að þiggja þau ekki þegar þeir öðlust rétt til þeirra. Voru eftirlaun þaulsetinna forsætisráðherra sérstaklega hækkuð umfram aðra ráðherra.“

Björn Leví víkur einnig að kjararáði og hvað taki við þegar það verður aflagt:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nú á að leggja niður kjararáð, sem er gott út af fyrir sig af því að það hefur algerlega brugðist hlutverki sínu. En hvað tekur við? Miðað við tillögur sem liggja fyrir þá munu þingmenn aftur þurfa að ákveða breytingar á eigin launum. Hversu lengi mun það endast? Hvers vegna ekki að setja kjararáði þau takmörk sem þinginu er gert að miða við í stað þess að fara aftur í að láta þingmenn kjósa um eigin laun?“

Björn Leví skrifar að endingu: „Ég styð svo sem að leggja niður kjararáð … en það er ekki sjálfgefið að það sem komi í staðinn verði betra.“

 

 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: