- Advertisement -

Veraldarmet í vitleysu

Gunnar Smári Egilsson.
„Ísland er svo geggjað land að það er ekki hægt að trúa því. Ísland er ótrúverðug lygasaga.“

„Vonandi er þetta röng frétt. En ef ekki, þá erum við að setja einhvers konar veraldarmet í vitleysu,“ skrifar Gunnar Smári

Egilsson, vegna fréttar Viðskiptablaðsins um meint átök vegna komu Costco.

„Stærstu hluthafar Haga eru viðskiptavinir matvöruverslana. Meðal tíu stærstu hluthafa Haga eru:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 13,91%
Gildi – lífeyrissjóður 10,85
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7,67%
Birta lífeyrissjóður 5,10%
Stapi lífeyrissjóður 5,01%
Festa lífeyrissjóður 3,01%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 2,47%

Samtals eru þetta rúm 48% og minni lífeyrissjóðir fylla örugglega upp í meirihlutann, að ekki sé talað um óbeina eign lífeyrissjóðanna í gegnum fjárfestingarsjóði og fyrirtæki sem eru hluthafar í Högum. Ætli hlutur lífeyrissjóðanna sé ekki á bilinu 66% til 75%?

Það er því íslenskt launafólk, neytendur í landinu, sem notar eign sína í Högum til að reyna að bola Costco út af markaði svo halda megi vöruverði á Íslandi háu og verslanir geti áfram selt úldið grænmeti.

Ísland er svo geggjað land að það er ekki hægt að trúa því. Ísland er ótrúverðug lygasaga.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: