- Advertisement -

100 dagar: Uppreisn í þingflokki Sjálfstæðisflokks

- ríkisstjórnin er 100 daga og stefnir í vandræði vegna afstöðu þingmanna innan stjórnarinnar.

„Það eru augljóslega erfiðir dagar framundan hjá hinni nýju ríkisstjórn.“

„Uppreisnin innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins vegna fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á ferðaþjónustu er bersýnilega alvöru uppreisn, þar sem fimm þingmenn flokksins hafa lýst fyrirvörum. Það gæti verið vísbending um meiri pirring innan þingflokksins af einhverjum ástæðum en fram hefur komið,“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar, um stöðu stjórnarinnar, á heimasíðu sína, styrmir.is.

„Það eru augljóslega erfiðir dagar framundan hjá hinni nýju ríkisstjórn,“ skrifar Styrmir.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er hundrað daga gömul. Hún á sýnilega í vanda. Hér á Miðjunni var í gær skrifað um afstöðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur vegna HB Granda. Styrmir Gunnarsson skrifar um það sama.

„Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um skipan nefndar til að skoða veiðigjöld í ljósi áforma HB Granda um að leggja niður starfsemi á Akranesi er líkleg til að valda áhyggjum innan Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hann.

Það er hlutverk Sjálfstæðisflokksins að verja núverandi fyrirkomulag. Því er trúlegt að stefni í vanda hvað þetta varðar. Og jafnvel víðar.

„Við bætast svo umræður um einkavæðingu bankanna 2003 og 2009 og um sölu á hlutum í Arionbanka,“ skrifar Styrmir Gunnarsson. Víst er að þetta mál verður erfitt. Því er illa tekið innan Sjálfstæðisflokksins. Það er eflaust rétt hjá Styrmi, ríkisstjórn á erfiða daga framundan.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: