- Advertisement -

1,6% landsmanna í öðrum kristnum kirkjum

Gunnar Smári skrifar:

Þrátt fyrir að félagar í Þjóðkirkjunni séu komnir niður í 65% landsmanna eru 77% landsmanna skráðir í kristna söfnuði. 20% eru utan trúfélaga. Þessi 3% sem eftir eru skptast á milli ásatrúarfólks (1,3%), zuista (þessir sem segjast ætla að senda félögum sóknargjöldin en hafa ekki staðið við það – 0,4%), búddista (0,4%), múslima (0,3%) og veraldlegra lífsskoðunarfélaga (0,8%).

Ég veit ekki af hverju ég er að sýna ykkur þetta, ég var bara að skoða skiptingu eftir trúfélögum og fannst þetta bara forvitnilegt, það kom mér á óvart hversu margir eru skráðir í ýmsa kristna söfnuði. Fyrir utan Þjóðkirkjuna eru þetta: Alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists, Betanía, Boðunarkirkjan, Bænahúsið, Catch The Fire (CTF), Emmanúel baptistakirkjan, Endurfædd kristin kirkja, Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan Kefas, Fyrsta baptistakirkjan, Heimakirkja, Himinn á jörðu, Hjálpræðisherinn trúfélag, Hvítasunnukirkjan á Íslandi, Ísland kristin Þjóð, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Kirkja hins upprisna lífs, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Kletturinn – kristið samfélag, Nýja Avalon, Orð lífsins, Óháði söfnuðurinn, Postulakirkjan Beth-Shekhinah, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Samfélag trúaðra, Serbneska rétttrúnaðarkirkjan, Sjónarhæðarsöfnuðurinn, Smárakirkja, Vegurinn, Vonarhöfn og Vottar Jehóva.

Ef við tökum fríkirkjurnar og óháða söfnuðinn frá og kaþólsku kirkjuna og rétttrúnaðarkirkjurnar þá eru um 1,6% landsmanna í öðrum kristnum kirkjum. Það er kannski ekki áhrifamikill hópur, og þó; Fíladelfía í Reykjavík var lengi áhrifaríkt afl innan Sjálfstæðisflokksins, en ég kann ekki að segja frá hvernig þetta er í dag. Til samanburðar má benda á það eru tvisvar sinnum fleiri í þessum söfnuðum en eru í Siðmennt, sem hefur verið mjög áberandi í samfélagsumræðunni.

Top of Form

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bottom of Form


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: