- Advertisement -

Sjómenn / stjórnmálamenn

Ég var á sjó í tólf ár. Þá kynntist ég mörgum manninum. Sumir voru fágaðir. Aðrir ekki. Þegar við fengum okkur í glas var mest talað um veiðar og veiðarfæri. Jú, og veðrið. Stundum var talað um konur. Það var segin saga að ef einhver gerðist of orðljótur, grófur eða ruddalegur, var hann stöðvaður. Hinir vildu alls ekki hlusta á slíkt.

Ég vann nokkur ár sem þingfréttamaður. Það kom fyrir að ég fékk mér í glas með þingmönnum og eins með ráðherrum. Aldrei man ég eftir öðrum eins „palladómum“ og þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins viðhöfðu þegar þeir settust niður með sína bjóra. Ömurlegastur er Skagfirðingurinn Gunnar Bragi. Í dag ættu fjölmiðlar að taka varamann hans tali. Gunnar Bragi á aðeins eina leið, það er að hætta að gegna opinberum störfum. Hinir eru lítt skárri. Og ættu kannski að pakka saman.

Mér hefur oft, þegar talað er um ruddalegan talsmáta, verið vegið óþarflega að sjómönnum. Þeim er oft gert upp eitthvað sem þeir eiga alls ekki skilið.

Vandinn þingsins eykst. Nú verður að skipa nýja nefnd eða starfshóp hvernig verði unnt að keyra ofan í kok þjóðarinnar að hún skuli vera virðingu fyrir genginu sem viðhafði ömurlega gróf og niðrandi ummæli um fjarstatt fólk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: