- Advertisement -

2019: Tvö þúsund grunsamleg fjármálaviðskipti send til lögreglu

Lögreglan ákveður hvort tilefni er til frekari rannsókna.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, upplýsti í Kastljósi að þegar hafi, á þessu ári, lögreglu verið gert viðvart um tæplega tvö þúsund vafasöm fjármálaviðskipti. Gert er ráð fyrir að það verði gert alls um tvö þúsund atvik á þessu ári.

Aðspurð segir Katrín að notuð sé ákveðin aðferðafræði við vaktanir á hreyfingum í bönkunum og við ákveðnar aðstæður er flaggað til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu sem ákveður hvort tilefni er til frekari rannsókna.

Hún segir að skrifstofa fjármálagreininga hafi bent á þetta á, regluvörsludegi SFF í lok nóvember. Þá kom fram að þau byggjust við allt að 2000 tilkynningum á árinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: