- Advertisement -

„Sorrý, en djöful er ég búinn að fá uppí kok af þessu fjármálakerfi!“

Já bankakerfið er alltaf samt við sig, lækkar útlán til heimilanna frá 1,15 til 1,9 á meðan innlán eru lækkuð um allt að 2,30%.

Vilhjálmur Birgisson:

Hef örlítið verið að skoða hvernig vaxtabreytingar viðskiptabankanna hafa verið að skila sér til neytenda bæði hvað varðar innlán sem og útlán.

Ég miða við vaxtabreytingar eftir að Seðlabankinn hóf að lækka stýrivexti sína eftir Lífskjarasamninganna, en rétt áður en þeir voru undirritaðir þá voru stýrivextir 4,5% í dag eru þeir komnir niður í 1,75% og hafa því lækkað um 2,75%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef ég skoða verðtryggða breytilega húsnæðisvexti þá voru þeir fyrir lífskjarasamninganna 3,55% en eru í dag 2,40% og hafa því lækkað um 1,15% sem er langt frá 2,75% lækkun Seðlabankans.

…sem einnig er langt frá stýrivaxtalækkun Seðlabankans.

Ef ég skoða óverðtryggða breytilega húsnæðisvexti þá voru þeir 6% fyrir lífskjarasamninganna, en eru í dag 4,10% eða lækkun sem nemur 1,9% sem einnig er langt frá stýrivaxtalækkun Seðlabankans.

Ef ég skoða hins vegar innlánsvexti af verðtryggðum innlánum bundin í 36 mánuði þá voru flestir slíkir innlánsreikningar að bera 2,15% vexti en í dag eru þeir 0,45% og hafa lækkað um 2,14% sem er umtalsvert meira en lækkun á verðtryggðum húsnæðislánum.

Ef vaxtareikningur er skoðaður þá gaf svoleiðis reikningur 3,15% í apríl í fyrra en eftir stýrivaxtalækkanir Seðlabankans eru þeir komnir niður í 0,85% og hafa því lækkað um 2,30%

Já bankakerfið er alltaf samt við sig, lækkar útlán til heimilanna frá 1,15 til 1,9 á meðan innlán eru lækkuð um allt að 2,30%.

Þessu til viðbótar er rétt að taka það sérstaklega fram að þegar innlán eru lækkuð þá tekur það gildi um leið, en vaxtalækkanir til heimilanna taka ekki gildi nema á breytilega vexti ef þeir eru á annað borð lækkaðir. Ef fastir vextir lækka þá þarf neytandinn að endurfjármagna sig sem kostar uppundir 300 þúsund af 30 milljóna láni þótt þú sért jafnvel einungis að endurfjármagna þig hjá sömu lánastofnun.

Sorrý, en djöful er ég búinn að fá uppí kok af þessu fjármálakerfi!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: