- Advertisement -

34 vindmyllugarðar / Ráðherra segir þurfa skýrar reglur

Mín persónulega afstaða til vindorku er að ég tel að reglurnar þurfi að vera skýrar.

Alþingi / „Nú hefur Orkustofnun lagt til 43 virkjunarkosti til skoðunar í tengslum við vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun. 34 þeirra fjalla um vindorku, þ.e. vindmyllugarða sem dreifast vítt og breitt um landið.“

Þetta sagði Bergþór Ólason Miðflokki á Alþingi.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra sagði: „Verkefni okkar umhverfis- og auðlindaráðherra sem vinnum að þessu saman er hins vegar einfaldlega að búa til ramma utan um það hvernig við metum virkjunarkosti í vindorku og hvernig það mat fer fram.“ 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðar sagði hún: „Mín persónulega afstaða til vindorku er að ég tel að reglurnar þurfi að vera skýrar. Ramminn þarf að vera skýr um það hvað skiptir mestu máli þar. Umhverfissjónarmið eiga við um vindorku eins og aðra kosti, annars konar þó. Í þessum efnum eins og svo oft áður finnst mér líka ágætt að líta til þeirra landa sem komin eru lengra en við, eru með meiri reynslu af uppbyggingu vindorku en við, hafa gert mistök sem við getum þá reynt að forðast. Þess vegna höfum við byggt vinnu okkar á því að horfa til þeirra ríkja þannig að það er einfaldlega verkefnið. Ég sé alveg fyrir mér og geri ráð fyrir því uppbygging vindorku verði hér á landi og myndi fagna því svo lengi sem það er rétt gert.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: