- Advertisement -

Leiðtogarnir þrír í ríkisstjórninni mættu saman í sjónvarp Moggans, Dagmál. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur leist alls ekki á viðtalið. Segir mörg brýn mál hafa vantað í viðtalinu við þríeykið, Bjarna Benediktsson, Karínu Jakobsdóttur.“

Þorgerður Katrín sagði:

„Í viðtalinu skautar forystufólk stjórnarflokkanna listilega fram hjá stóru spurningu viðtalsins sem var hvernig stjórnin ætlar að leysa ágreiningsmál sem sannarlega eru til staðar. Þau voru spurð hvað hafi þá verið tæklað á vinnufundunum og það stóð ekki á þessu margfræga svari: Við fórum í það að endurnýja erindi ríkisstjórnarinnar, endurnýja erindi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Takk fyrir það. Það var ekkert snert á ágreiningsmálunum sjálfum, ekki því sem brennur á heimilum landsins og fyrirtækjum, bara um þau sjálf og niðurstaðan: Jú, þau komust þó að því, og við skulum líka þakka fyrir það, klufu svolítið atómið þar, að þau voru sammála því að verðbólgan væri vandamál. Það var niðurstaða fundarins. Það var ekkert talað um verðbólguna, vextina, hvernig á að leysa fjárlagahallann. Það var ekki talað um orkumálin, sjávarútvegsmálin, hvalinn, kvótann, fiskeldið, við þekkjum þetta, útlendingamálin algjörlega látin vera, landbúnaðarmálin — engin skilaboð til bænda sem þurfa nauðsynlega á skilaboðum að halda. Verður áframhald á bankasölu? Veit það ekki. Ekki sömu skilaboð frá ríkisstjórninni. Samgöngusáttmálinn — maður spyr núna: Má enn þá segja borgarlína við ríkisstjórnarborðið? Má það enn þá?“

Og svo þetta: „Þau héldu fund. Þau héldu þetta fína hópefli. Þau pússuðu hringana, þessi ágæta ríkisstjórn, en það virðist hafa verið spólað yfir öll erfiðu samtölin. Mér finnst ríkisstjórnin skulda þjóðinni það að tala skýrt því að þjóðin getur ekki meira af þessari kyrrstöðu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín Jakobsdóttir svaraði:

Það er stórmál.

„Dýrtíðin var líka svo sannarlega til umræðu og þar erum við með þá stöðu að verðbólgan hefur vissulega verið þrálátari en við hefðum óskað og ég held að það eigi við um okkur öll. En það breytir því ekki að það eru vísbendingar núna um að aðgerðir okkar í ríkisfjármálum og aðgerðir Seðlabankans séu farnar að bera árangur, að undirliggjandi verðbólga hafi, þrátt fyrir nýjustu mælingu, hjaðnað. Það gefur okkur von um að þessar aðgerðir séu að skila árangri. Samkvæmt nýjustu spá Seðlabankans eru verðbólguhorfur betri nú en þær voru í vor og bankinn gerir ráð fyrir að það dragi meira úr verðbólgu á næstu mánuðum en gert var ráð fyrir í vor. Það er einfalt, og líklega gæti ég alveg gert hið sama væri ég í stjórnarandstöðu, að benda eingöngu á ríkisstjórnina þegar rætt er um verðbólgu. En auðvitað vitum við öll hér í þessum sal að það skiptir vissulega máli hvað gert er í ríkisfjármálum. Það skiptir máli hvað Seðlabankinn gerir en það skiptir líka máli hvað gerist á vinnumarkaði,“ Katrín forsætisráðherra og hélt áfram:

„Það sem ég vil segja um þau mál, af því að við áttum mjög ágætan fund í þjóðhagsráði fyrr í þessari viku þar sem rætt var um stöðuna fram undan, mikilvægi þess að við gerum að langtímakjarasamninga, að við náum saman um aðgerðir til að greiða fyrir slíkum langtímasamningum. Þar er mjög skýr áhersla annars vegar á húsnæðismarkaðinn en hins vegar líka á kjör barnafjölskyldna og þar þurfa bæði ríki og sveitarfélög að koma að, því að því að miður erum við í þeirri stöðu að umönnunarbilið er allt of breytt enn þá. Það er stórmál, bæði fyrir lífskjör fólksins í landinu og jafnréttismálin, sem hafa auðvitað verið til umræðu í þessari viku.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: