- Advertisement -

Umræða súkkulaðibossans og ritstjórans

Atli Þór Fanndal:

Eina leiðin til að komast að þeirri niðurstöðu er með því að greiða ekki fyrir heimilisstörf og telja þau skapa engin fjárhagsleg gæði. Þetta heitir niðurgreiðsla.

Samfélag Settist niður á flugvellinum og kíkti á fréttir eftir viku á ferð og lítinn tíma á netinu vegna þvælings og vinnu. Það er víst svona helst að frétta að heiman Prettyboitjokkó og Snorri ritstjóri voru eiginlega sammála (en þó kannski bara í gríni til að vera seif) um að raunar vilji konur helst ekkert vinna fyrir eigin peninga. Þeim langi miklu meira að sinna heimilinu og ummönunnun án sjálfstæðra tekna á meðan karlarnir fá launaseðil og þykjast reka heimilið á einum launatékka – eina leiðin til að komast að þeirri niðurstöðu er með því að greiða ekki fyrir heimilisstörf og telja þau skapa engin fjárhagsleg gæði. Þetta heitir niðurgreiðsla.

Jú þeim fannst að og kannski gætu konur stofnað kaffihús svona fyrir vasapening. Prógressíft! Ég meina það eru fullt af konum sem vilja örugglega ekkert með eigin peninga. Miklu meira stuð að eignast bara börn, sinna heimilinu og skella sér í jóga og hanastél með stelpunum á eftir.

Ánægður með að Prettyboitjokkó sé farinn að gefa okkur ráð í fjármálum. Harðduglegi strákurinn sem skrapaði saman klinki úr sófanum, skúraði á kvöldin og passaði að spreða ekki í kaffi, lárperur og annan óþarfa. Núna er hann með eigið súkkulaðibrand hjá afa sínum og er oft boðið í viðtöl til að tala um ofsóttasta minnuhluta landsins; börn efsta 0.1%… Dreams really do come true!

Maður kafnar bara úr heimþrá.

Annars legg ég til að þessar umræður súkkalaðibossa og ritstjórans verði sameinaðar inn í fréttir af því að konur séu betri fyrir framan myndavélina þyljandi upp fréttavinnu annarra en sem rannsóknarblaðamenn og í svona bakvið kameru vinnu. Hæfileikar liggja á svo mismunandi sviðum. Stundum í notkun heilans og stundum í að vera sæt… Tel mikla skilvirkni falin í að pakka þessum tveimur málum (eiginlega samt bara eitt og sama málið) bara saman.

Maður getur nú ekki annað en verið glaður með það hvað hlaðvarpið færir okkur mikla hversdagsheimspeki, fjársjóð góðra ráða og gríðarlegt innsæi um heima og geima. Maður kafnar bara úr heimþrá.

PS: Skellti með myndir af algjörlega worthless vinnuframlagi sem best er að konur sjái um svo þær þurfi ekki að vinna utan heimilis… og munið svo krakkar að þriðja vaktin er eitthvað sem er ekki til! Sérstaklega þið sem eigið maka sem oft þurfa að veifa til ykkar, styðja á samfélagsmiðlum eða spinna eftir vitleysinu frá ykkur. Þeir makar eru alls ekki í einhverri þriðju vakt… ekki til!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: