- Advertisement -

Staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er rannsóknarefni

Stjórnmál Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir ólíka stöðu Sjáflstæðisflokksins í Reykjavík og í nágrannabyggðunum vera rannsóknarefni.

Grétar Þór sagði þetta í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gærmorgun. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í versta kjör í sögu sinni í Reykjavík, á sama tíma hefur flokkurinn ótrúlega sterka stöu í mörgum nágrannabyggðum Reykjavíkur, ekki síst á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og í Mosfellsbæ.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, var einnig gestur þáttarins. Um þetta sagði hún að það hafi orðið miklar breytingar, breytingar sem verða til þess að ekkert bendi til að Sjálfstæðisflokkurinn nái aftur hreinum meirihluta í Reykjavík. „Það gerðist síðast 1990, fyrir 24 árum,“ sagði Hanna Birna.

Viðtalið við Grétar Þór má heyra hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: