- Advertisement -

Bjarni segir kjör allra tekjuhópa hafa batnað ámóta mikið

Alþingi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kom meðal annars að hækkandi skattbyrði þeirra tekjulægstu í ræðu sinni í gærkvöld.

„Nýlega kom út skýrsla um skattbyrði launafólks frá því um aldamótin. Horft var aftur til ársins 1998. Niðurstaðan var sú að skattbyrði hefði aukist, sér í lagi hjá þeim tekjulægstu. Þetta kann að vera rétt en breytir ekki því að annað sjónarhorn segir miklu meiri sögu.“

Hann nefndi að frekar ætti að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði.

„Ég leyfi mér að benda á þetta því að það sem skiptir máli fyrir velferð launafólks er ekki fjárhæð bóta eða skattbyrðiprósentur, heldur þær krónur sem fólk hefur á milli handanna. Það er það sem málið snýst um. Krónunum hefur líka fjölgað. Kjörin hafa stórbatnað og þau hafa batnað með svipuðum hætti hjá öllum tekjuhópum,“ sagði hann.

„Klisjan um vaxandi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræðunni,“ bætti hann við. Staðreyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launajöfnuð en Ísland samkvæmt árlegri úttekt OECD á jöfnuði meðal þjóða. Því er engu að síður haldið fram að launaójöfnuður sé sjálfstætt vandamál og vaxandi á Íslandi, en sá málflutningur stenst enga skoðun eins og niðurstöður OECD bera skýrt með sér. Það væri nær að beina sjónum að tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar á störfum sem standa undir hærri launagreiðslum. Sterkari samkeppnishæfni landsins mun skila sér í betri kjörum til allra, ekki síst launalægstu hópanna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: