- Advertisement -

Ásmundar Einar fer gegn Gunnari Braga

Stjórnmál Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi alþingismaður, tilkynnt á fundi kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Norvesturkjördæmi, að hann muni sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins. Það mun Gunnar Bragi Sveinsson, sem hefur skipað sætið um árabil, einnig gera.

Átök eru framundan. Á fundinum var samþykkt að valið verði á listann á tvöföldu kjördæmisþingi sem verður haldið 8. október, tæpum þremur vikum fyrir kosningar.

Kosningabarátta Framsóknarflokksins í kjördæminu verður því stutt og óvíst verður hvernig listinn verður skipaður fyrr en eftir kjördæmisþingið.

Gunnar Bragi hefur sagt að unnið sé gegn sér í kjördæminu og fari svo að hann tapi fyrsta sæti verður staða hans mjög þröng og svigrúmið nánast ekkert.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: