- Advertisement -

Villi Bjarna, RÚV og Sigmundur Davíð

Myndir teknar í útvarpshúsinu fyrir fáum dögum.
Vilhjálmur Bjarnason:
„Fjöldafylgi sem er byggt á ímynduðum óvini eða óánægju hefur þó reynst fallvalt og svo verður vonandi áfram.“

Ég átti leið í útvarpshúsið fyrir fáum dögum. Þar sá ég í litlu sjónvarpi að verið var að sýna Kastljósþáttinn þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð kjatstopp vegna Wintris, hans og eiginkonunnar. Ekki veit ég hvort þátturinn sé sýndur þar endalaust svo gestir og gangandi geti horft á þáttinn. Meðfylgandi myndir, aðrar en myndin af Vilhjálmi Bjarnasyni, voru teknar á skjánum í útvarpshúsinu fyrir fáuim dögum. Veit svo sem ekki hvort endalaust sé verið að snúa hnífnum í sárum Sigmundar Davíðs.

Í Mogganum í dag skrifar Vilhjálmur Bjarnason, Villi Bjarna, langa grein og skemmtilega. Hann nefnir þar Sigmund Davíð, án þess að nefnda nafn hans. Villi skrifar.

„Til þess að stjórnmálaflokkur nái fjöldafylgi þarf ánægjuefni. Þannig dugar lítt að tala um jákvæðan greiðslujöfnuð eða afgang á fjárlögum. Svo virðist sem sameining gegn ímynduðum óvini sé líkleg til fjöldafylgis. Nærtækt dæmi er stjórnmálamaður sem kaupir kröfur á þrotabú, í von um fjárhagslegan ávinning. Sá hinn sami talar um kröfuhafa sem „hrægamma“, sem hann þó tilheyrir sjálfur. Síðan tekst honum að sameina hóp að baki sér gegn þessum „hrægömmum“ og nær fjöldafylgi og heldur landsfund sem líkist trúarsamkomu. Fjöldafylgi sem er byggt á ímynduðum óvini eða óánægju hefur þó reynst fallvalt og svo verður vonandi áfram.“

Sum mál deyja ekki, hvað sem suma kann að dreyma um að svo verði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: