- Advertisement -

Íslensku „alþýðuflokkarnir“ treysta á menntafólk

Hafa samtals sautján þingmenn, einn  þeirra er ekki með háskólapróf.

Formenn íslensku „alþýðuflokkanna“ eru báðir langskólagengnir

Aðeins einn af þeim sautján þingmönnum, sem skipa þingflokka Samfylkingar og Vinstri grænna, er ekki með háskólapróf, Lilja Rafney Magnúsdóttir Vg. Flokkarnir tveir reka söguna til alþýðuflokka fyrri tíma. Það hefur margt breyst.

Í nýlegri frétt hér á midjan.is segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði,  að í forystu fyrir þessa flokka, þegar líða tók á tuttugustu öldina, hafi komiið allt annarskonar fólk. Langskólagengnir menntamenn, fólk sem hefur áhuga á fleiru heldur en stéttarbaráttunni, launabaráttunni, lífskjarabaráttunni. Það fólk er með áhuga á umhverfisvernd, jafnréttismálum, lýðræðisumbótum og svo framvegis.

Jón Ormur Halldórsson, sem er annar stjórnanda þáttarins Samtal, sem er á dagskrá rásar eitt, spurði Eirík Bergmann hvort verið geti að forystumenn þeirra flokka, sem áður töldust til stjórnmálaflokka verkamanna, hafi gengið af trúnni þannig að fólki þykir þeir stjórnmálamenn tala niður til sín.

„Ég held að þú komir þarna að vanda sósíaldemókrötunnar í heiminum, einkum á vesturlöndum,“ svaraði Eiríkur.

Hver er þá menntun þingmanna nútíma „alþýðuflokka“ Sumir þingmannanna hafa meira en eitt háskólapróf.

Samfylkingin

Félagsfræði

Lögfræði

Hagfræði

Stjórnunarfræði

Íslenska

Lögfræði

Leiklist

Arkitekt

Framhaldskólakennari

Vinstri græn

Heimspeki

Jarðvísindi

Upplýsingatækni

Íslenska

Bókmenntafræði

Sagnfræði

Íslenska

Grunnskólapróf

Læknir

Franska

Fjölmiðlafræði

Jarðfræði

Kennslu- og uppeldisfræði

Mannfræði

Fötlunarfræði

Almennn málvísindi

Íslensk málfræði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: