- Advertisement -

Við erum náttúrlega á móti veggjöldum

- þannig talaði Sigurður Ingi fyrir kosningar. Hann var þó vart búinn að taka við lyklunum í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þegar hann byrjaði að viðra hugmyndir um að leggja á veggjöld.

Vegagjöld eða ekki vegagjöld. Ekki sama fyrir og eftir kosningar. Á móti þeim fyrir kosningar en vill ólmur koma þeim á eftir kosningar.

„Við erum náttúrlega á móti veggjöldum.“ „Með þessum orðum svaraði hæstvirtur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, í kjördæmaþætti Rásar 2 í Suðurkjördæmi þann 24. október 2017 þegar hann var spurður um hvaða afstöðu Framsóknarflokkurinn hefði til veggjalda. Þessi orð féllu aðeins fimm dögum fyrir kosningar í fyrra. Hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, var þó vart búinn að taka við lyklunum í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þegar hann byrjaði að viðra hugmyndir um að leggja á veggjöld,“ sagði varaþingmaður Samfylkingarinnar, Njörður Sigurðsson.

„Hvers vegna nefni ég þetta hér? Ég er ekki að því til að benda á augljósan flótta hæstvirts samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá orðum sínum,“ sagði Njörður.

„Nei, ég nefni þetta til að setja slíkt háttalag að segja eitt fyrir kosningar og annað eftir þær í samhengi við traust, eða öllu heldur vantraust á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Sérstaklega í ljósi þess að starfshópur um eflingu trausts skilaði skýrslu til forsætisráðherra fyrir tveimur vikum. Skýrsluhöfundar fjalla þar um ásýnd stjórnmálanna.“

„Langar mig, með leyfi forseta, að vitna í skýrsluna og hvetja alla þá sem starfa í stjórnmálum, hvort sem er hér á Alþingi eða í sveitarstjórnum, til að huga að þessum þáttum. Í skýrslunni segir, með leyfi forseta:

„Þannig er ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu lykilatriði um traust — gera má ráð fyrir að hegðun og framkoma stjórnmálamanna hafi umtalsverð áhrif á pólitískt traust almennings og það hlýtur að vera á ábyrgð stjórnmálamanna sjálfra að takast á við vantraust hverjar svo sem ástæður þess kunna að vera hverju sinni.““


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: