- Advertisement -

Vill allsherjar úttekt á lífeyrissjóðunum

 „Ég tel fulla þörf á að fengnir verði erlendir óháðir aðilar til að taka út íslenska lífeyriskerfið og í þeirri úttekt verði kallað eftir kostum og göllum kerfisins. Það er alla vega morgunljóst að það er ekki möguleiki á að finna hlutlausa aðila hér á landi í slíkt verkefni, enda teygir lífeyrissjóðskerfið sig eins og kolkrabbi inn í nánast allt atvinnulífið.“

Þannig skrifar Vilhjálmur Birgisson, varaforseti ASÍ og formaður VLFA.

Nú liggur fyrir að helstu talsmenn lífeyriskerfisins hafa ætíð sagt að íslenska lífeyriskerfið sé eitt af því besta í heimi, er því þjóðráð að fá alvöru erlenda óháða aðila til að kanna hvort slíkar staðhæfingar eigi við rök að styðjast eða ekki?

Ég vil að þessir erlendu óháðu aðilar svari t.d. þessum spurningum:

Þú gætir haft áhuga á þessum

• Þarf 26 lífeyrissjóði fyrir 340 þúsund manna þjóð?
• Er það eðlilegt að lífeyrissjóðir launafólks eigi um 52% í skráðum félögum í kauphöllinni?
• Hvað kostar það neytendur hér á landi að inn í íslensku hagkerfi séu 3200 milljarðar frá lífeyrissjóðunum?
• Hvaða áhrif hefur 3,5% ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna á vaxtakjör á Íslandi?
• Hvaða áhrif hefur aðkoma lífeyrissjóðanna á samkeppni í ljósi þess að þeir eru með ráðandi hlutdeild í öllum helstu atvinnugreinum á Íslandi?

Ég alla vega tel fulla þörf á að fá erlenda aðila til að gera úttekt á íslenska lífeyriskerfinu, en ég hef sterka trú á að lífeyriskerfið valdi því að vöruverði er haldið hátt uppi og kaupgjaldi launafólks niðri, allt til þess að hægt sé að greiða botnlausar arðgreiðslur til sjóðanna.

Það er rétt að vitna í ræðu á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf hinn 15. nóvember 2013 en þar sagði Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins m.a. þetta:

„Það er óæskilegt í samkeppnislegu tilliti að lífeyrissjóðir syndi allir sama hringinn í litlu tjörninni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: