- Advertisement -

Smæðin er hindrun fyrir efnisveitur

Stjórnsýsla „Smæð íslensks markaðar er ein helsta hindrunin fyrir því að erlendar og innlendar efnisveitur bjóði upp á þjónustu sína hér með formlegum hætti. Trúlegast sjá þær sér ekki hag í að leggja út í þann kostnað sem myndi fylgja aðlögun þjónustunnar fyrir íslenskan markað.“ Þetta og fleira má lesa í niðurstöðu fólks sem menntamálaráðherra fékk til að skoða þetta máll.

Erlendar efnisveitur, sem hafa ekki veitt formlega aðgang að sínu efni hér, greiða enga skatta hér á landi og lúta ekki íslensku lagaumhverfi. „Slíkar efnisveitur þurfa t.d. ekki að texta eða talsetja efni sitt eins og innlendar sjónvarpsstöðvar þurfa að gera. Af því leiðir að erfitt er fyrir íslenska aðila að veita þeim samkeppni á jafnræðisgrundvelli. Þeir sem hefðu hug á að koma upp lögmætri efnisveitu hér á landi þyrfti að kaupa sýningarrétt fyrir Ísland sérstaklega og yrði efnisvalmynd slíkrar þjónustu sértæk fyrir íslenskan markað og aðeins ætluð honum. Ætla má að uppsetning þjónustunnar yrði mjög kostnaðarsöm miðað við smæð markaðarins hér á landi.“

Þá er niðurstaða fólksins sú að gott aðgengi að stafrænu menningarefni, og hvers konar afþreyingu, sé mikilvægt fyrir öflugt menningarlíf í okkar samfélagi. „Greiðara aðgengi að löglegu stafrænu efni spornar gegn ólögmætri notkun.“

„Áberandi er að aukið löglegt framboð tónlistar á netinu hefur dregið úr notkun ólöglegra leiða.“ Það var meðal annars niðurstaða úr Capacent könnun um áhorf á kvikmyndir og sjónvarpsefni og hlustun á tónlist hér á landi, þar sem niðurstöður eru einnig bornar saman við niðurstöður úr könnun sem fyrirtækið gerði árið 2011.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: