- Advertisement -

Atvinnurekendur felldu eigið tilboð – óþolandi pukur í viðræðunum

Með því er SA að setja deiluna í óleysankegan hnút og stuðla að verkföllum!

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Kjaraviðræður atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna eru komnar í furðulegan farveg. Leynileg tilboð ganga á milli, þegar engin rök eru fyrir pukri og leynd og almenningur, skattgreiðendur eiga rétt á því að fá upplýsingar um gang mála, þar eð fullyrt er, að deilan leysist ekki nema skattgreiðendur komi að deilunni og greiði hluta kostnaðarins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tilboð atvinnurekenda, sem lagt var fram síðasta miðvikudag var háð leyndarhjúp. En þegar það var upplýst í gær, föstudag, kom í ljós, að það var ekkert í tilboðinu, sem kallaði á leynd nema þá helst það að tilboðið var rýrt í roðinu.

Í stað þess að ganga hreint til verks og hafna tilboðinu lagði verkalýðshreyfingin fram gagntilboð á föstudag. Og þá tók ekki betra við í pukri og leynd. Sagt var, að gagntilboðið væri bundið trúnaði. Þó virtist ekkert vera í þessu gagntilboði annað en skilyrði um að ríkisstjórnin samþykkti kerfisbreytingu í skattamálum. Furðulegt, að upplýsa ekki um þetta gagntilboð. Það er gerð krafa um að ríkið komi að lausn deilunnar, borgi hluta kostnaðarins en skattgreiðendur, sem eiga að borga mega ekki vita um hvað málið snýst.

Hægri menn segja, að verkalýðsfélögin hafi fellt tilboð atvinnurekenda (með því að leggja fram gagntilboð). En við blasir að SA felldi gagntilboð verkalýðsfélaganna. Það liggur við að segja megi, að SA hafi fellt sitt eigið tilboð þar eð ekki virðist hafa verið neitt í þessu gagntilboði til viðbótar tilboði SA annað en það að gera það að skilyrði að ríkið samþykkti skattkerfisbreytingu. SA veit, að deilan leysist ekki nema sú skattkerfisbreyting nái fram að ganga. Með því að leggjast gegn henni er SA að setja deiluna í óleysanlegan hnút og stuðla að verkföllum!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: