- Advertisement -

Fávitar í ferðaþjónustu?

Morgunblaðið birti þetta graf með fréttaskýringunni.

Það eru ekki bara forstjórar ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa farið offari í lántökum. Bankar, og eflaust lífeyrissjóðir, hafa farið einnig offari og veitt brjálæðisleg há lán til fyrirtækjanna. Eflaust hafa allir vitað að að þetta myndi enda á versta veg. Ekki er mögulegt að verjast með falli WOWair

Skúli í WOWair fór vissulega offari. Í dag birtir Mogginn fína samantekt um skuldir stærstu fyrirtækjanna í ferðaþjónustu. Við lestur greinarinnar kemur fram að hvorki bankar né stjórnendur fyrirtækjanna hafa ekkert lært af fyrri skelli í efnahagslífinu.

Sjálftaka fyrirtækjanna úr bönkum og sjóðum er óþolandi. Ein bílaleiga skuldar tæpa þrettán milljarða. Þrettán milljarða. Ef illa fer munu skuldir stærstu fyrirtækjanna stórskaða efnahag margra heimila. Bankarnir fá sitt til baka með verðtryggingunni. Hún mun stórhækka skuldir venjulegs fólks. Enn og aftur verður almenningur fórnarlamb óvandaðra forstjóra og bankastjóra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eignir bílaleiganna eru fyrst og síðast notaðir bílaleigubílar. Sem eflaust eru bókaðir of hátt í reikningum fyrirtækjanna. Fátt er verra að eiga en notaða bílaleigubíla. Vantraustið er algjört.

Nú er freistandi að vitna í Moggann:

„Við samantekt blaðsins voru skoðaðar lykiltölur í rekstri fimm bílaleiga. Af þeim skuldaði Höldur, eða Bílaleiga Akureyrar, mest í árslok 2017 eða um 12,74 milljarða. Þá skulduðu Avis og Hertz samtals um 11 milljarða á sama tímapunkti.

Við samantekt blaðsins voru skoðaðar lykiltölur í rekstri fimm bílaleiga. Af þeim skuldaði Höldur, eða Bílaleiga Akureyrar, mest í árslok 2017 eða um 12,74 milljarða. Þá skulduðu Avis og Hertz samtals um 11 milljarða á sama tímapunkti.

Framboð notaðra bílaleigubíla hefur aukist mikið síðustu ár. Á eftir að koma í ljós hvaða áhrif slaki í ferðaþjónustu hefur á framboð og verð notaðra bifreiða. Lækki verðið skerðast eignir bílaleiga

Fjórar hótelkeðjur eru áberandi á íslenska markaðnum: Íslandshótel, Icelandair-hótelin (Flugleiða hótel), CenterHótelin og Keahótel. Þessar keðjur, ásamt Hótel Frón og Hótel Sögu, skulduðu rúma 30 milljarða 2017. Höfðu keðjurnar fjórar þá allar verið að fjölga herbergjum.

Fjögur fyrirtæki sem gera út hópferðabifreiðar skulduðu um 11 milljarða króna í árslok 2017. Þar af skulduðu Kynnisferðir um 8 milljarða. Félagið sagði upp 59 starfsmönnum eftir fall WOW air. Þá eru hér tekin dæmi af þremur fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðun og einu sem er með hestaferðir. Félögin skulduðu í árslok 2017 um 2,8 milljarða sem var um hálfum milljarði minna en tekjur það árið. Loks skulduðu fjórar keðjur sem selja fatnað og minjagripi til ferðamanna 6 milljarða í árslok 2017. Við getu félaga til að standa skil á skuldum er gjarnan horft til hlutfalls EBITDU og skulda. Gjarnan er miðað við að það sé ekki hærra en 3.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: