- Advertisement -

Með álímdan hártopp og smekkbuxur

„…með innleiðingu orkupakka þrjú fellur orkupakki tvö úr gildi.“

„Hvenær og hvers vegna hófst þessi vegferð Íslendinga með innleiðingu á reglum um evrópskan orkumarkað? Hún hófst árið 2003 þegar við innleiddum orkupakka eitt. Með þeirri innleiðingu hófst í raun markaðsvæðing raforkukerfisins. Afleiðing þeirrar vegferðar var m.a. aukin samkeppni á markaði, aukin neytendavernd og lægra orkuverð til heimila, svo eitthvað sé nefnt. Nokkrum árum síðar, árið 2009 var orkupakki tvö innleiddur og hann er nú í gildi.“

Þetta sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir á Alþingi, í umræðu um Orkupakkann.

„Rétt er að undirstrika,“ sagði hún; „…að með innleiðingu orkupakka þrjú fellur orkupakki tvö úr gildi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Niðurstaða mín er sú að við höfum búið þannig um hnútana í þessu máli að fyrirvarar muni örugglega halda. Við erum í raun ekki bara komin með belti og axlabönd eins og við í Framsóknarflokknum höfum lagt mikla áherslu á frá upphafi, heldur erum við komin með, ja, hvað skal segja, álímdan hártopp, smekkbuxur og nýja skó,“ sagði Silja Dögg.

„Það er ekki verið að færa aukið vald yfir orkumálum Íslands til Evrópu. Ekkert slíkt felst í þriðja orkupakkanum og málið snýst því ekki um það. Sérstaða Íslands með einangrað raforkukerfi er áréttuð með lagalegum fyrirvara í þingsályktunartillögunni sjálfri og í sameiginlegri tilkynningu utanríkisráðherra Íslands og framkvæmdastjóra orkumála hjá framkvæmdastjórn ESB, ásamt bréfi dags. 8. maí sl. frá EFTA-ríkjunum sem ég hef áður fjallað um.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: