- Advertisement -

Nokkur munur á æfingagjöldum

Nokkur munur er á því hvað íþróttafélögin eru að rukka fyrir æfingar í fótbolta og var mesti munurinn 57% í sama flokki.

Verðlagseftirlit ASÍ tók saman æfingagjöld hjá 4. og 6. flokki  í knattspyrnu hjá 16 fjölmennustu íþróttafélögum landsins og var fundið út mánaðargjald svo hægt væri að bera þau saman. Í 4.flokki (12-13 ára börn) var dýrast að æfa hjá Breiðabliki og kostaði mánuðurinn þar 7.833kr en ódýrast var að æfa hjá Þór á Akureyri sem rukkaði 5.000kr fyrir mánuðinn. Verðmunurinn fyrir 4 mánuði var því 11.333kr, eða 57%.

Þegar kom að 8 og 9 ára börnum í 6.flokki var aftur dýrast að æfa hjá Breiðabliki en líka hjá Íþróttabandalagi Akraness og kostaði mánuðurinn 6.667kr, eða 26.667 fyrir fjóra mánuði. Þór á Akureyri var aftur ódýrastur og kostaði mánuðurinn þar 4.375kr og fjórir mánuðir þá 17.500. Verðmunurinn var því 52%, eða 9.167.

Sjá nánar á vefsíðu ASÍ.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mynd fengin af vef ASÍ og birt með leyfi.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: