- Advertisement -

„Þetta plagg er fullt af engu“

„Meginþemað í því sem ég sé er hrein aðför að öryrkjum þar sem á að fresta 10 milljarða greiðslu til þeirra í þessari áætlun.“

Inga Sæland á Alþingi.

„Hér hefur ítrekað komið upp hver silkihúfan á fætur annarri frá stjórnarflokkunum og talað um það hvernig við með vantrauststillögu værum að eyða og sólunda tíma þingsins þegar mikilvæg mál stjórnarinnar lægju fyrir, sem hafa reyndar legið fyrir meira og minna í tæp sjö ár. Það er merkilegt því að það plagg sem við erum að reyna að setja á dagskrá hér núna mun ekki tilheyra þessari ríkisstjórnin nema í eitt ár,“ sagði Inga Sæland á Alþingi, þegar greidd voru atkvæði um hvort ætti að samþykkja afbrigði í þágu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar.

„Meginþemað í því sem ég sé er hrein aðför að öryrkjum þar sem á að fresta 10 milljarða greiðslu til þeirra í þessari áætlun. Ég get ekki séð annað en að plaggið sé búið að þynnast um helming frá því að það lagt fram síðast. Hér hefur því ítrekað verið frestað. Þetta plagg er fullt af engu og þess vegna segjum við: Nei takk, elskulega ríkisstjórn, komið ykkur að störfum, að þeim mikilvægu verkum sem bíða eftir afgreiðslu hjá okkur og gerið það núna,“ sagði Inga formaðu Flokks fólksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: