- Advertisement -

Þingmenn sinni þingstörfum

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

Karl segir að þarna sé verið að „sinna kjördæminu“. Þingmenn eru hins vegar valdir til þess að sinna þingstörfum. Þar eru vissulega málefni kjósenda og kjördæma til umfjöllunar og það hjálpar að hafa upplýsingar í þeirri umræðu á þingi. Þess vegna er hægt að senda umsagnir til þingsins um mál. Þess vegna er hægt að senda þingmönnum póst eða jafnvel hringja í þá, sem gerist merkilega oft (vinsamlegast, frekar póst).

Augljósa spurningin _hlýtur_ að vera, ef allir þingmenn væru svona „duglegir“ í kjördæminu, hvernig færi fyrir þingstörfunum? Hverjir hefðu tíma til þess að mæta á þingfundi eða sinna fjölskyldu sinni, ef fólk er á þeim aldri að vera með krakka í grunnskóla t.d.?

Auðvitað er mikilvægt að vera í sambandi við sem flesta, enda eru þingmenn fulltrúar landsmanna í lagasetningu og eftirliti með framkvæmdavaldinu.

Ég spyr því einfaldra spurninga, er það hluti af þingstarfinu að fara út um allt til þess að hitta fólk, allan ársins hring þegar það eru aðrar aðferðir til þess að hafa samskipti?

Hvaða áhrif hefur það á þingstörfin? Er það í raun bara kosningabarátta, því það er gert sérstakt hlé á þingstörfum í kjördæmaviku, til viðbótar við löng „frí“? Hvað þýða orðin „boðaður til eða hann er boðaður á“ í 3. gr. reglna um þingfararkostnað (https://www.althingi.is/…/thingmenn-og…/thingfararkostnadur/). Þýðir það að það þingmaður geti „dottið í heimsókn“ eða getur hann boðað sig eitthvað hvort sem fólk vill taka á móti honum eða ekki?

Ég efast um að það sé skoðað hvort slík boðun hafi átt sér stað. Því sé bara treyst að fundarboð sé til. Hvað segir það okkur um eftirlit með endurgreiðslukröfum þingmanna?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: