- Advertisement -

Ríkisstjórnin og fiskverðið

Fiskverðið og ríkisstjórnin

Gunnar Smári skrifar:

Á vef fiskistofu má sjá að leiguverð á kvótaeltir fiskiverðið. Það var um 221 kr. fyrir þorskkílóið fyrstu tíu mánuði síðastra árs að meðaltali, var komið í 268 kr. í nóvember, fór í 276 kr. í desember og hefur verið 285 kr. það sem af er ári. Ríkisstjórnin ákvað hins vegar að lækka veiðigjöldin, innheimtir nú aðeins 13 kr. fyrir kílóið, sem var 5,9% af markaðsverði þegar þau voru að ákveða sig en er nú komið niður í 4,6% af markaðsverði. Markaðsvirði dagsins a auðlindinni, að nokkru afleiðing ógæfta, er 105 milljarðar. Ráðherrarnir í ríkisstjórninni rukka 4,8 milljarða fyrir ykkar hönd. Ef þið ætlið að leiga út kjallarann eða sumarbústaðinn fyrir ferðamenn, ekki biðja ráðherrana í ríkisstjórn Katrínar að sjá um það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég minni á fundinn Til róttækrar skoðunar: Gerum Ísland heilt á ný – Kvótann heim! í hádeginu á eftir, laugardaginn 11. janúar í Þjóðmenningarhúsinu, gamla Landsbókasafninu, við Hverfisgötu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: