- Advertisement -

Eigum að stilla græðginni í hóf

Hugmyndir um stórfelldar arðgreiðslur Landsvirkjunar eru byggðar á eðlislægri græðgi mannsins og hugsunarhætti nýfrjálshyggjunnar.

Ragnar Önundarson skrifar:

Orkuframleiðsla fyrir stóriðju er stöðugasta stoð íslensks atvinnulífs. Við löðuðum stóriðjuna hingað til lands með hagstæðu orkuverði. Við eigum mikil verðmæti í niðurgreiddum virkjunum og þau urðu til vegna þess að erlend stórfyrirtæki gátu treyst því sem við sögðum. Búseta okkar í landi sem er á jaðri hins byggilega heims, byggist á gjöfulli en á köflum mjög sveiflukenndri náttúru og jafnvel skaðlegri, þarfnast þess mótvægis sem stöðugleiki stóriðjunnar færir okkur. Reynslan sýnir að það er ekki auðvelt að finna nýja raunhæfa fjárfestingu af þessu tagi. Séð utanfrá er landið áhættusamt og fámennið vísar á ófullkominn vinnumarkað. Fjárfestar starfa margir á svæðum þar sem verkalýðsfélög eru fá og veikburða. Þeir varast vinnumarkaði með „herskáum“ verkalýðsfélögum, sagði forstjóri Alumax við mig, þegar hann var að skoða byggingu álvers á Vatnsleysuströnd.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hugmyndir um stórfelldar arðgreiðslur Landsvirkjunar eru byggðar á eðlislægri græðgi mannsins og hugsunarhætti nýfrjálshyggjunnar. Nú á að hesthúsa mikinn hagnað í ljósi þess að nokkrar verksmiðjur eru hér og virkjanir niðurgreiddar. Það vopn er að snúast í höndum okkar. Harkaleg niðursveifla er að hefjast í ferðaþjónustu og sjávarafli er svikull. Við höfum aflað okkur gjaldeyristekna á móti með því að veita erlendum fjárfestum, með erlent vinnuafl og erlendan laxastofn ókeypis aðgang að náttúru sem við metum lítils. Þetta er hættuspil, en það virðist skipta máli í viðleitni okkar til að halda sterku gengi og kaupmætti. Við lokum augunum fyrir því að þessir sömu fjárfestar hafa fullnýtt náttúruna heima fyrir og jafnvel skaðað hana með erfða- og efnamengun. eigum að stilla græðginni í hóf

Mín skoðun er sú að við og halda áfram að gefa stóriðjunni kost á orkuverði sem er henni hagstætt. Við eigum að vera þekkt fyrir orðheldni og skapa með því traust, sem er forsenda þess að við fáum ný verkefni sem nýta orkuna og auka þar með enn við stöðugleikann og styrkja undirstöður búsetu okkar í landinu. Að gæla við lagningu sæstrengs sem flytur raforku okkar, grænustu orku sem til er, úr landi og þar með atvinnu fólksins með, sýnir skort á raunveruleikatengslum. Við eigum að hafa farsæld og velferð að markmiði, að hlaupa frá stefnu sem reynst hefur vel væri glapræði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: