- Advertisement -

Landbúnaður í blindgötu

Núverandi stefna er uppurin. Handónýt.

Það var nánast ótrúlegt að hlusta á Daða Má Kristófersson, í Kveiki á þriðjudaginn, tala um stöðu landbúnaðar. Og hvernig hinum háu styrkjum er beitt til að halda í rautt kjöt og mjólk. Einn helsti talsmaður þess sem var og þess sem er Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hann skrifar í Moggann.

„Þessi þátt­ur sagði aðeins eitt um það hvernig komið er fyr­ir land­búnaðinum í kerf­inu, ekki að hann sé dauðadæmd­ur. Og ég vil túlka orð Daða Más svo, að verði ekki ný stefna mótuð og víðtæk­ari land­búnaðar­sýn mörkuð til langs tíma, deyr land­búnaður­inn drottni sín­um. „Það er fleira land­búnaður en ær og kýr.“ Hér er kom­in spurn­ing­in hvað vilj­um við sjálf sem þjóð og hvað get­um við gert til að þessi full­yrðing Daða Más gangi ekki eft­ir? Gangi hún eft­ir er stærst­ur hluti sveit­anna að fara í eyði og heilu þorp­in og bæ­irn­ir á lands­byggðinni bíða mik­inn hnekki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Víst má telja að kalla verður eftir nýjum viðhorfum. Núverandi stefna er uppurin. Handónýt.

Í grein Guðna er þetta að finna: Guðrún Tryggva­dótt­ir, formaður Bænda­sam­tak­anna, sagði í sín­um upp­hafs­orðum: „Ekk­ert í boði annað en við för­um í breyt­ing­ar.“

Þá er spurt. Hver á að móta breytingarnar? Varla sama fólk og ber ábyrgð á hvernig komið er fyrir íslenskum landbúnaði?

sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: