- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur ári á eftir eindaga

Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, skrifaði:

„Árið 2017 var tillaga frá mér samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðis um að öll stjórnmálasamtök sem hlytu framlög frá bænum (sem eru öll sem ná einum manni í bæjarstjórn eða minnst 5% atkvæða) ættu að birta upplýsingar um kostnað við framboðin. Það gerði Okkar Hveragerði samviskusamlega í lok árs 2018 og Frjáls með Framsókn í byrjun árs 2019. Sjálfstæðisfélag Hveragerðis birti svo upplýsingarnar í mars á þessu ári. Það var ekki gert fyrr en ég hafði lagt fram fyrirspurn í bæjarstjórn um hvernig bæjarstjóri hygðist ætla að fylgja þessum reglum eftir. Þannig skilaði loksins Sjálfstæðisflokkurinn þessum upplýsingum meira ein einu ári eftir að frestur rann út til að skila þeim.

Það er athyglisvert, en kemur ekki alveg á óvart, að Sjálfstæðisflokkurinn eyðir langmestu fé í kosningarnar eða meira en fjórum sinnum meira enn Okkar Hveragerði. Ef við reiknum kostnað á hvern bæjarfulltrúa þá er kostnaðurinn 196.500 kr. hjá Okkar Hveragerði (sem hlaut 2 bæjarfulltrúa), 249.765 kr. hjá Framsóknarflokknum (sem hlaun 1 bæjarfulltrúa) og 400.000 kr. hjá Sjálfstæðisflokknum (sem hlaut 4 bæjarfulltrúa).“

Greinina birti Njörður á Facebook.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: