- Advertisement -

Skuldirnar hafa margfaldast frá 2007

Jón Daníelsson sagði, í Sprengisandi í morgun, að endurreisn efnahagslífsins víða byggðist of mikið á lántökum og að skuldir vesturlanda hafi allt að tífaldast frá 2007. Hann segist gera ráð fyrir að á þessu ári hækki vextir, fyrst í Bandaríkjunum og það muni leiða til vaxtahækkanna í Evríopu og svo koll af kolli.

„Þegar vextir í Bandaríkjunum hækka munu allir seðlabankar heimsins þurfa að hækka sína vexti,“ sagði Jón og að komandi vaxtahækkanir munu hafa truflandi áhrif.

Hér er hluti viðtalsins við Jón Daníelsson: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP34860


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: