- Advertisement -

„Enginn spyr núna um Wintris“

„Forseti ASÍ og fyrrverandi formaður Viðreisnar voru í Silfrinu. Mikilvæg umræða um skilyrði fyrir stuðningi ríkisins við fyrirtæki á erfiðum tímum og leiðina áfram,“ skrifaði Oddný Harðardóttir og bætti við:

„Ekkert var samt minnst á skattaskjól. Ég hefði svo gjarnan viljað heyra hvað Benedikt Jóhannesson hefur um skilyrðin að segja sem við í Samfylkingunni höfum lagt til, þ.e. að útiloka þau frá stuðningi sem eru með tengsl við skattaskjól og aflandsfélög.“

Benedikt Jóhannesson var snöggur til svars:

„Margt var ekki sagt, eins og alltaf er í svona þáttum.

Síðar í sama viðtali sagði hann: „En ég get staðfest að ég hef aldrei leynt neinum eigna minna.“

Ég hef ekki verið aðdáandi aflandsfélaga. En eru þau ólögleg?

Í frægu viðtali árið 2016 sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra: „Á Íslandi eins og í flestum norrænum samfélögum eða öllum norrænum samfélögum, býst ég við, leggjum við mikla áherslu á að hver og einn borgi sinn skerf. Af því að við erum með stórt … Litið er á samfélagið sem stórt verkefni sem hver og einn verður að taka þátt í. Þegar svo einhver svíkst undan í samfélaginu er það litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Við höfum reynt, auðvitað, að fá fólk til þess að greiða skatta sína en einnig lagt áherslu á að rannsaka hvað fór áður úrskeiðis. Það snýr að einhverju leyti að því að varðveita þau gildi sem flestir hafa í hávegum í okkar heimshluta. Að manni beri að greiða skatta sína.“

Ég hugsa að flestir Íslendingar geti tekið undir þessi orð.

Síðar í sama viðtali sagði hann: „En ég get staðfest að ég hef aldrei leynt neinum eigna minna.“

Benedikt Jóhannesson:
„Við eigum að berjast fyrir sanngjörnum reglum um aflandsfélög og skattaskjól (og mín vegna má gera þau ólögleg, eða skattleggja þá sérstaklega sem eiga eignir í þeim).“

Sem kunnugt er kostaði þetta viðtal Sigmund ráðherraembættið og síðar formennsku í Framsóknarflokknum. Það sem hefur aldrei komið fram er hvort hann eða þau hjón þurftu að greiða skatta af einhverju tagi til viðbótar við það sem áður kom fram.

Enginn spyr núna um Wintris. Hvers vegna ekki? Hvers vegna nær hagsmunaskráning þingmanna ekki til maka? Er litið á hjón sem ótengda aðila? Í ljós kom líka að eiginkona þáverandi forseta átti eignir í slíkum félögum. Hvernig var hagsmunaskráning þar á bæ?

Eftir þennan langa inngang segi ég: Ef aflandsfélög eru lögleg svo fremi að gefnar séu upplýsingar um þau til skatta (sem er eflaust ekki alltaf gert) á þá að refsa þeim sem eiga þau? Þó að við séum örugglega sammála um að allir eigi að standa jafnt fyrir skattinum, hvers vegna göngum við þá ekki svo langt að gera eign í skattaskjólum refsiverða?

Ef það er ekki hægt, til dæmis vegna alþjóðasamninga, væri ekki gott fyrsta skref að skylda fyrirtæki (sem og alþingismenn, forseta, dómara og maka) til þess að upplýsa um tengsl við aflandsfélög?

Ég er ekki hrifinn af því að starfsmenn fyrirtækja gjaldi fyrir gjörðir eigenda eða stjórnenda (þó að það gerist því miður oft) og ég er ekki hrifinn af því að búa til nýjar reglur í miðjum leik. Við eigum að berjast fyrir sanngjörnum reglum um aflandsfélög og skattaskjól (og mín vegna má gera þau ólögleg, eða skattleggja þá sérstaklega sem eiga eignir í þeim).

Það er ágætt tækifæri til þess að leggja fram frumvarp um það núna. Þá kemur í ljós hverjir styðja það og hitt ekki síður, hverjir verða á móti.“

Oddnýju fannst vanta upp á svarið: „Benedikt Jóhannesson við erum að tala um skilyrði fyrir stuðningi við fyrirtæki með almannafé. Við setjum td skilyrði um arðgreiðslur þó að þær séu ekki ólöglegar. Við setjum skilyrði um tekjutap þó ekki sé ólöglegt að tapa minna. Og þess vegna getum við sett skilyrði um skattaskjól þó ap þau séu ekki ólögleg. Nú erum við að fara að gera að lögum aðstoð fyrirtækja við að segja upp fólki. Þar er ekki verið að verja störf heldur miklu frekar eigendur fyrirtækjanna og hlutafé. Ætti ekki einmitt að gera ríkari kröfur við slíkar aðstæður. Starfsfólkið fengi launin hvort sem er ef fyrirtækið fellur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: