- Advertisement -

Rífur upp gamla óvináttu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur, formaður Viðreisnar og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Davíð Oddsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins og þá Seðlabankastjóra af hörku. Og hafði tilefni til, að mati flestra. Davíð brást illa við og milli þeirra hefur ekki verið kærleikar síðan.

Þorgerður Katrín skrifar í Mogga dagsins.

„Nú ger­ist það svo að Morg­un­blaðið held­ur inn á þess­ar sömu slóðir með því að grafa und­an alþjóðastofn­un­um og setja sig í stell­ing­ar sem klapp­stýra stjórn­mála­leiðtoga á borð við Orbán og Trump. Í blaðinu er nú hæðst að ut­an­rík­is­ráðherra fyr­ir að standa vörð um vest­ræn gildi í fé­lagi við ut­an­rík­is­ráðherra Norður­landaþjóðanna. Morg­un­blaðið seg­ir þeim að sitja hjá þegar vegið er að lýðræði í álf­unni. Þetta eru kald­ar kveðjur úr Há­deg­is­mó­um, frá dag­blaði sem eitt sinn var kjöl­festa í ís­lensk­um ut­an­rík­is­mál­um og lyk­il­stoð í umræðu um frelsi, mann­rétt­indi, lýðræði og vest­ræna sam­vinnu.“

Í blaðinu er nú hæðst að ut­an­rík­is­ráðherra.

Hverjar eru slóðirnar:

„Birt­ing­ar­mynd­ir þess­ar­ar tæki­færis­mennsku eru nokkr­ar. Allt frá því að vera nokkuð áhrifa­litl­ir sjálf­skipaðir sér­fræðing­ar í sín­um heima­lönd­um, fjöl­miðlar sem miðla fals­frétt­um í póli­tísk­um til­gangi yfir í áhrifa­mikla þjóðarleiðtoga sem hafa nýtt viðkvæma stöðu heims­byggðar­inn­ar til að traðka á þeim lýðræðis­legu gild­um sem opin vest­ræn sam­fé­lög hafa byggt á. Slíkra til­b­urða til vald­boðsstjórn­mála verður nú vart meðal ann­ars í Ung­verjalandi, Serbíu, Svart­fjalla­landi og Póllandi þar sem for­set­ar hafa boðið lýðræðinu birg­inn, kannski í skjóli þess að stór­veld­in tvö, Banda­rík­in og Rúss­land, hafa fetað sig inn á þessa slóð nokkuð átölu­laust,“ skrifar Þorgerður Katrín.

„Í blaðinu er nú hæðst að ut­an­rík­is­ráðherra fyr­ir að standa vörð um vest­ræn gildi í fé­lagi við ut­an­rík­is­ráðherra Norður­landaþjóðanna. Morg­un­blaðið seg­ir þeim að sitja hjá þegar vegið er að lýðræði í álf­unni. Þetta eru kald­ar kveðjur úr Há­deg­is­mó­um, frá dag­blaði sem eitt sinn var kjöl­festa í ís­lensk­um ut­an­rík­is­mál­um og lyk­il­stoð í umræðu um frelsi, mann­rétt­indi, lýðræði og vest­ræna sam­vinnu,“ skrifar formaður Viðreisnar.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: