- Advertisement -

Þúsund manns á biðlistum

Við verðum að bera ábyrgð á okkur sjálfum. Það er skylda hvers og eins að gera það.

„Frá því að ég kom inn á þing hef ég verið trúr sannfæringu minni og hef greitt atkvæði á móti öllum lögum sem auka aðgengi að eiturlyfjum eða víni,“ sagði Ásmundur Friðriksson í umræðunni um neyslurými fíkniefna.

Hann talaði um bágan efnahag, SÁÁ, Hlaðgerðarkots og meðferðarheimilisins í Krýsuvík.

„Ég hugsa að ég fari ekki fjarri með það þegar ég segi að það séu 1.000 manns á biðlistum eftir meðferð hjá þessum stofnunum. 1.000 manns, það lætur mjög nærri að svo sé. Hugsið ykkur glötuð verðmæti á bak við allt það fólk, á bak við alla þá einstaklinga. Það er ekki hlutverk okkar í þinginu að auka og stækka þann hóp. Við eigum að gera allt til þess að minnka hann. Við eigum að gera allt til að hjálpa honum, því að vissulega er þetta fólk veikt og ég hef aldrei efast um það eina einustu mínútu. En það þarf að bera ábyrgð á sjálfu sér eins og við hin. Við verðum að bera ábyrgð á okkur sjálfum. Það er skylda hvers og eins að gera það.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: