- Advertisement -

Davíð segir Trump tregan – til manndrápa

„Það er alþekkt að þeir sem kom­ast nærri for­seta Banda­ríkj­anna, á öll­um tím­um, leit­ast við að gera sér mat úr því og oft með góðum ár­angri. Bróður­dótt­ir Don­alds Trumps, Mary Trump, hef­ur gefið út bók um frænda sinn, „hættu­leg­asta mann Banda­ríkj­anna“, eins og hún kall­ar hann. Mary er flokks­bund­inn demó­krati og öt­ull stuðnings­maður Hillary Clinton. Bók­in um Trump eft­ir frænk­una kom út 14. þessa mánaðar og seld­ist í millj­ón ein­tök­um fyrsta dag­inn!“

Þannig skrifar Davíð í Reykjavíkurbréfi morgundagsins. Og er ekkert hættur:

„Það er því ekki of fljótt að segja að Mary verði mjög fjáð eft­ir bók­ina og eru aur­arn­ir þá tald­ir í millj­örðum króna. Hún var svo sem ekki á flæðiskeri fyr­ir, því afi henn­ar hafði arf­leitt fjöl­skyld­una að háum fjár­hæðum (10-40 millj­örðum (mælt í ís­lensk­um krón­um)), en Mary og aðrir af­kom­end­ur Freds yngri, bróður Trumps, töldu sig hafa komið verr frá þeim potti en eðli­legt hefði verið og þaðan mun hatrið á Don­ald frænda komið. Fred jr. var for­fall­inn alkó­hólisti en Don­ald hef­ur aldrei smakkað vín. Hann seg­ist ekki hafa sett sín­um börn­um önn­ur skil­yrði í þeim efn­um en þau, að noti þau áfengi, sem sé þeirra mál, geti þau ekki starfað við fyr­ir­tæki hans.“

Næsta skref Reykjavíkurbréfs Davíðs: „Bók Johns Boltons, fyrr­ver­andi ör­ygg­is­ráðgjafa Trumps, er einnig kom­in út og marg­ir töldu að hún væri lík­legri til að skaða for­set­ann en bók frænkunn­ar. En bók Boltons hef­ur ekki fengið mikið flug og þykir nokkuð tyrf­in og smá­smygl­is­leg og sumt sem á að vera gagn­rýni sé frem­ur til að styrkja for­set­ann en hitt.

…að sækja Joe Biden upp úr kjall­ar­an­um

Eitt af því sem Bolton gagn­rýn­ir Trump fyr­ir er at­vik þegar Íransher skaut niður njósnadróna Banda­ríkj­anna. Bolton lagði hart að for­set­an­um að gera refsi­árás á Íran, þótt hún yrði að sjálf­sögðu tak­mörkuð. For­set­inn spurði hvað slíkri árás fylgdi og Bolton svaraði því til að það hlyti að verða nokk­urt mann­fall hjá Írön­um, sem reynt yrði að tak­marka. Trump benti á að eng­inn Banda­ríkjamaður hefði far­ist þegar dróninn var skot­inn niður og hann gæti því ekki varið það fyr­ir sjálf­um sér eða öðrum að valda mann­tjóni í hefndaraðgerð vegna drónans.

Öfugt við spár margra (og stund­um stór­karla­legt tal Trumps) hef­ur for­set­inn verið treg­ari til mann­drápa en flest­ir for­ver­ar hans á síðari tím­um. Aug­ljóst er að Bolton tel­ur viðbrögð for­set­ans veik­leika­merki en þar sem Bolton hef­ur orð á sér fyr­ir að vera í vígreifari kanti er ekki víst að af skrif­um hans verði mik­ill skaði.

Kór­ónu­veir­an hef­ur farið mik­inn í Banda­ríkj­un­um en margt bend­ir til að senn hjaðni þar og er þá lík­legt að fjör fær­ist í leik­inn í kosn­ing­un­um og jafn­vel verði send­ur leiðang­ur til að sækja Joe Biden upp úr kjall­ar­an­um. Stjórn­end­ur hans í Demókrataflokknum reyna þó að draga það eins lengi og þeir mega.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: