- Advertisement -

„Er stefna ríkisstjórnarinnar, eitthvað samkomulag við ríkisstjórn Trump?“

Gunnar Smári skrifar:

Það er mikill munur á milli landsvæða þegar kemur að veitingu verndar og mannúðarleyfa á Íslandi. Berum saman Suður-Afríku (Venesúela, Kólumbíu, Panama, Perú, Chile og Hondúras) og Norður-Afríku, Miðausturlönd og hluta Austurlanda nær (Sýrland, Írak, Íran, Líbýu, Afganistan, Pakistan, Líbanon, Tyrkland, Jemen, Óman, Egyptaland, Túnis, Alsír og Marokkó). Svo til sami fjöldi fólks fékk hæli á Íslandi, 297 frá Suður-Ameríku og 296 frá löndum múslima.

Fjöldi alþjóðlegra skráðra flóttamanna í Suður-Ameríkulöndunum var hins vegar aðeins 3% af flóttamönnum frá hinum löndunum, 312 þúsund á móti 12,2 milljónum. Ef þú er flóttamaður frá Suður-Ameríku er 33sinnum líklegra að þú fáir hæli en ef þú er flóttamaður frá Norður-Afríku, Miðausturlöndum eða Austurlöndum nær. Hverju sætir þetta? Er þetta stefna ríkisstjórnarinnar, eitthvað samkomulag við ríkisstjórn Trump? Eða sýnir þetta fordóma Útlendingastofnunar gagnvart fólki frá löndum Islam?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: